Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvalurinn dreginn til hafs en neitar að sökkva
Björgunarskipið er með hvalinn úti af Hafnabergi en hvalurinn var dreginn úr fjörunni við Kirkjuból snemma í morgun.
Mánudagur 15. mars 2021 kl. 12:15

Hvalurinn dreginn til hafs en neitar að sökkva

Hræ af hnúfubaki hefur verið fjarlægt úr fjörunni neðan við golfvöllinn að Kirkjubóli milli Sandgerðis og Garðs. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein er nú með hræið í togi úti af Hafnabergi. Samkvæmt heimildum vf.is gengur illa að sökkva hvalnum og er núna beðið fyrirmæla um hvað eigi að gera við hræið.

Mögulega verður komið með það í land að nýju og því komið fyrir í fjöru fjarri alfaraleið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmargir hafa lagt leið sína í fjöruna við golfvöllinn í morgun en gripið í tómt en hvalurinn var dreginn á brott á flóði snemma í morgun.