Mánudagur 27. janúar 2014 kl. 09:03
Hvalur sestur að á Stakksfirði
- haldið til skammt frá Keflavík og Njarðvík í a.m.k. viku.
Undanfarna viku hefur hvalur haft viðveru á Stakksfirði. Meðal annars hefur sést til hvalsins skammt frá smábátahöfninni í Gróf. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær en þá var hvalurinn á leið sinni undir Stapann.
VF-myndir: Hilmar Bragi