Miðvikudagur 2. ágúst 2017 kl. 11:45
Hvalur lék listir sínar á Vatnsleysuströnd
Hvalur lék listir sínar skammt undan landi á Vatnsleysuströnd í gærdag. Mikill sporðasláttur og bægslagangur var hjá dýrinu, sem einnig sást stökkva með miklum látum. Á myndinni má sjá sporð dýrsins rísa úr sæ.