Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 3. ágúst 2001 kl. 10:07

HVALUR HEIMSÆKIR KEFLAVÍK

Hnúfubakur, sem var um fimmtán metra langur og vóg um 20 tonn, kom askvaðandi inn á Stakksfjörðinn við Keflavík á þriðjudagskvöld í ætisleit. Dýrið komst í feitt skammt undan smábátahöfninni í Gróf. Tómas Knútsson kafari fór úr í félagi við tvo aðra og komst í návígi við dýrið.

Ljósmyndari Víkurfrétta fylgdist með dýrinu úr fjarlægð en myndirnar eru teknar með 1000mm linsu í ljósaskiptunum frá höfninni í Helguvík, frá Hafnargötu í Keflavík og frá Hólmsbergsvita.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024