Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. júní 1999 kl. 21:34

HVALSTRÉ HELGU INGIMUNDARDÓTTUR

Helga Ingimundardóttir gaf 3.400 trjájurtir til Skógræktarátaks okkar Suðurnesjamanna og Græna hersins. Gjöf Helgu er mikil og merkileg fyrir þær sakir sérstaklega að það eru hvalirnir sem bera trén að landi. Helga stofnaði fyrirtækið Höfrunga- og hvalaskoðun Ferðaþjónustu Suðurnesja og ákváð að gefa eina trjáplöntu fyrir hvern viðskiptavin sem sigldi með fleyi hennar, Andreu, á hvalaskoðunarmið. „Ég ákváð strax í upphafi að hver viðskiptavinur myndi stuðla að uppbyggingu gróðurs á Suðurnesjum og mjög ánægjulegt að taka þátt í jafn mikilvægu málefni og þessu.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024