Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvalsneskirkja og náttúra Reykjaness hjá Apple
Fimmtudagur 27. desember 2018 kl. 10:39

Hvalsneskirkja og náttúra Reykjaness hjá Apple

Hvalsneskirkja og náttúran á Reykjanesi leika stórt hlutverk í jólamyndbandi tæknirisans Apple nú um hátíðirnar. Apple birtir bæði myndir og myndskeið á Instagram-síðu sinni í samstarfi við íslenska ljósmyndarann Sögu Sig og kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Jakobsson.
 
Notast var við iPhone snjallsíma í verkefninu og allar myndir og myndskeið tekin á iPhone XR dagana 21. til 24. desember sl.