Hvalreki í Vogum
Sorgleg sjón blasti við þeim sem lögðu leið sína um fjöruna syðst við þéttbýlið í Vogum í morgun, en þar hafði höfrungskýr rekið á land. Út úr henni hékk hræ kálfs, en líkum má leiða að því að móðirin hafi gefið upp öndina í fæðingu því sporður kálfsins sneri út og telur Þorvaldur Örn Árnason, íbúi í Vogum og líffræðingur að kálfurinn hafi stöðvast á bægslunum og fest í burðarliðnum.
Ekki var mikið eftir af kálfinum því allt hafði verið étið innan úr honum. Kýrin var hins vegar nær alveg heil.
Þorvaldur telur líklegast að höfrungurinn sé af tegundinni hnýðingur.
Víkurfréttir höfðu samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og fengu þær upplýsingar að Náttúrufræðistofa myndi taka sýni úr skepnunni og Umhverfisstofnun svo farga hræinu.
VF-Myndir/Þorgils
Ekki var mikið eftir af kálfinum því allt hafði verið étið innan úr honum. Kýrin var hins vegar nær alveg heil.
Þorvaldur telur líklegast að höfrungurinn sé af tegundinni hnýðingur.
Víkurfréttir höfðu samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og fengu þær upplýsingar að Náttúrufræðistofa myndi taka sýni úr skepnunni og Umhverfisstofnun svo farga hræinu.
VF-Myndir/Þorgils