Hvalreki í Innri-Njarðvík
Stóra Andarnefju hefur rekið á land í Kópuvík í Innri-Njarðvík. Er líklega um sömu skepnu að ræða og rak á land í Vogavík um helgina, henni hafi skolað á haf út og rekið upp í Kópuvík. Ber hvalurinn þess merki að hafa velkst talsvert um áður en honum skolaði á land.
Fyrir nokkrum dögum villtust tveir hvalir sömu tegundar inn í Vestmannaeyjahöfn og þurftu hjálp til að rata út aftur. Ekki skal þó fullyrt hvort hér er á ferðinni annar tveggja úr því föruneyti.
Mynd: Andarnefjan í fjörunni í Kópuvík. VF-mynd: elg
Fyrir nokkrum dögum villtust tveir hvalir sömu tegundar inn í Vestmannaeyjahöfn og þurftu hjálp til að rata út aftur. Ekki skal þó fullyrt hvort hér er á ferðinni annar tveggja úr því föruneyti.
Mynd: Andarnefjan í fjörunni í Kópuvík. VF-mynd: elg