Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvalreki í Garði
Þriðjudagur 13. júní 2017 kl. 10:25

Hvalreki í Garði

Hval hefur rekið á fjörur Garðmanna. Í gærkvöldi sást til hrefnutarfs sem var sjórekinn í grýttri fjöru rétt innan við Réttarholt í Garði.
 
Ekki er ljóst á þessari stundu hvað verður um hræið, hvort það verður fjarlægt og fargað eða það látið eiga sig í fjörunni. Þá hafa ekki fengist upplýsingar um það hvort Hafrannsóknarstofnun muni taka sýni úr dýrinu.
 
Meðfylgjandi myndir tók Baldvin Þór Bergþórsson af dýrinu seint í gærkvöldi.



Hrefnan í fjörunni skammt frá Réttarholti í Garði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024