Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvalreki á Garðskaga
Miðvikudagur 6. febrúar 2008 kl. 18:01

Hvalreki á Garðskaga

Stóreflis hnúfubakstarfur fannst rekinn upp í fjöru við Garðskaga í dag. Dýrið er rúmir 10 metrar á lengd hið minnsta og liggur á bakinu í fjöruborðinu.

Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta hafði finnandi samband við Hafrannsóknarstofnun Íslands sem hyggst skoða gripinn á morgun. Skrokkur dýrsins er nokkuð heillegur, ekki leggur mikinn óþef af honum, og hann er víða settur hrúðurkörlum.

Hnúfubakar hér við land eru jafnan um 12,5 til 13 metrar á lengd fullvaxnir, kýrnar þó nokkuð þyngri, og geta náð allt að 95 ára aldri.

VF-myndir/Þorgils

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024