Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hvalreki, köfun og söngstjörnur Suðurnesjamagasín á Hringbraut í kvöld
Fimmtudagur 24. nóvember 2016 kl. 10:44

Hvalreki, köfun og söngstjörnur Suðurnesjamagasín á Hringbraut í kvöld

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöldum kl. 21:30.

Í þætti vikunnar förum við á æfingu með köfurum úr Björgunarsveitinni Suðurnes. Kafarar sveitarinnar æfa reglulega og vilja hafa aðstæður sem erfiðastar.

Við hittum einnig fimm ára stúlku í Vogum sem er miðdepill í fjölmörgum smásögum sem nú hafa verið gefnar út í bók.

Risastórt seglskip rak upp í fjöru við Hafnir sumarið 1881. Skipið var sannkallaður hvalreki fyrir íbúa Suðurnesja og við kynnumst því í þættinum.

Við heyrum í Jólastjörnum af Suðurnesjum og förum á Unukvöld í Útskálakirkju þar sem menningin blómstraði.

Þá segjum við ykkur helstu fréttir af Suðurnesjum í Suðurnesjamagasíni á fimmtudagskvöld kl. 21:30 á Hringbraut.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024