Hvalir í Keflavíkurhöfn
Tveir hnúfubakar gerðu sig heimakomna í Keflavíkurhöfn nú síðdegis. Komu þeir alveg upp að bryggju en hvalaskoðunarskipið Moby Dick var í höfninni. Hvalirnir höfðu hins vegar stuttan stans og héldu fljótt á haf aftur með stefnuna á Voga. Meðfylgjandi myndum náði Hilmar Bragi við þetta tækifæri.
Myndir: hbb