Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvalavaða skammt undan landi í Keflavík
Þriðjudagur 27. júní 2006 kl. 21:28

Hvalavaða skammt undan landi í Keflavík

Hvalaskoðunarskipið Moby Dick er nú við mikla hvalavöðu skammt undan landi við Keflavík. Skipið er tæpa sjómílu frá landi og þar er allt kjartfullt af hrefnu, segir Helga Ingimundardóttir leiðsögumaður um borð.

Fjöldi hrefna kemur upp að yfirborðinu til að taka loft á sama tíma. Að sögn Helgu er þetta það mesta sem hún hefur séð af hval á þessari hvalaskoðunarvertíð. Um borð í Moby Dick er hópur umgmenna úr vinabæjarheimsókn til Suðurnesja og upplifunin mikil

Hvort hvalirnir ætli að koma alveg upp í landsteina verður síðan að koma í ljós en á sama tíma í fyrra var sjórinn utan við Keflavík iðandi af hvalalífi.

Mynd: Hrefna skammt undan landi í Keflavík. Mynd úr safni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024