Hvalaskoðunarvertíðin byrjuð
Hvalaskoðunarvertíðin er hafin á Suðurnesjum en hvalaskoðunarskipið Moby Dick fór í sína fyrstu ferð í dag.Moby Dick fór í skoðunarferð í norðan kalda með um 50 hollenska starfsmenn fyrirtækis í hvatningarferð. Það hefur aukist mjög hjá erlendum fyrirtækjum að bjóða starfsmönnum m.a. til Íslands í óvissuferð til að byggja upp starfsandann.
Hitt stóra hvalaskoðunarskipið í Keflavík, Hafsúlan, mun hefja skoðunarferðir í aprílmánuði.
Myndin var tekin þegar rútan frá Hópbílum kom með Hollendingana til Keflavíkurhafnar eftir hádegið í dag.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Hitt stóra hvalaskoðunarskipið í Keflavík, Hafsúlan, mun hefja skoðunarferðir í aprílmánuði.
Myndin var tekin þegar rútan frá Hópbílum kom með Hollendingana til Keflavíkurhafnar eftir hádegið í dag.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson