Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvalaskoðunarflotinn í slipp í Njarðvík
Laugardagur 22. febrúar 2003 kl. 17:58

Hvalaskoðunarflotinn í slipp í Njarðvík

Undirbúningur fyrir næstu hvalaskoðunarvertíð er hafinn. Þrír stórir hvalaskoðunarbátar eru nú í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Skipin sem tekin hafa verið í slipp eru Moby Dick, Húni II og Hafsúlan, sem er tveggja skrokka skip. Á meðfylgjandi mynd sjást tvö fyrrnefndu skipin en Hafsúlan var komin inn í hús hjá skipasmíðastöðinni.Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar, sagði í samtali við Víkurfréttir að verkefnastaða stöðvarinnar væri ekki góð sem stendur og því hentaði það báðum aðilum vel að taka hvalaskoðunarskipin í slipp á þessum árstíma. Þá væri það einnig ljóst að ekki væru stór verkefni framundan. Skipasmíðastöðin er hins vegar mjög vel búin og getur tekið mjög stór fiskiskip til viðgerða og viðhalds innanhúss.

Myndin: Moby Dick og Húni II á athafnasvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Hafsúlan er inni í húsinu sem sést í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024