Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvalarannsóknarskúta heimsækir Reykjanesbæ
Föstudagur 7. september 2012 kl. 18:44

Hvalarannsóknarskúta heimsækir Reykjanesbæ

Laugardaginn 8. september verður sérhönnuð hvalarannsóknarskúta til sýnis almenningi í Reykjanesbæ, frá kl. 14 til 16 við bryggjuna í Keflavík. Hægt verður að hlusta á hljóð ólíkra hvalategunda og ræða við rannsóknarfólk um borð í skútunni. Skúta þessi nefnist Song of the whale og er að koma úr leiðangri milli Íslands og Grænlands. Búið er að koma fyrir í skútunni sérstökum búnaði til að nema hljóð steypireyða auk annarra sjávardýra. Þeir sem gera sér ferð um borð fá að hlusta á þessi einstöku hljóð og fræðast um rannsóknir sem eru á heimsmælikvarða – og eru framkvæmdar á Faxaflóasvæðinu.

Þetta rannsóknarverkefni er samstarf Háskóla Íslands og IFAW samtakanna og verða vísindamenn frá Háskólanum og samtökunum á svæðinu til að fræða fólk um þessar rannsóknir.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024