Framúrskarandi fyrirtæki 2025
Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Fréttir

Hval rak á fjörur kylfinga á Kálfatjörn
Miðvikudagur 21. júní 2023 kl. 14:28

Hval rak á fjörur kylfinga á Kálfatjörn

Hvalur fannst rekinn á fjöru við golfvöllinn að Kálfatjörn í gær. Hræið liggur í fjörunni beint fyrir neðan sjálfa Kálfatjörnina.

Húbert Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, sendi okkur meðfylgjandi myndir. Hræið er talið vera af hrefnu og er um fimm metra langt.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Hræið er einnig farið að rotna þar sem mikil kúla er á því vegna gasmyndunar.


Dubliner
Dubliner