Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvaða afleiðingar hefur flugvöllur í Hvassahrauni fyrir Suðurnes?
Horft yfir Reykjanesbraut og í átt að Hvassahrauni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 20. júní 2019 kl. 14:31

Hvaða afleiðingar hefur flugvöllur í Hvassahrauni fyrir Suðurnes?

„Nú þegar umræða um mögulegan flugvöll í Hvassahrauni er enn á ný farin af stað, telur bæjarstjórn Reykjanesbæjar rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum varðandi Hvassahraun sem flugvallarstæði.

Frá því flugvöllur í Hvassahrauni var nefndur sem ákjósanlegur valkostur fyrir staðsetningu innanlandsflugs í niðurstöðum nefndar um flugvallarkosti á höfuðborgarsvæðinu (Rögnunefndar) í júní 2015, hefur umræða um slíkan völl skotið upp kollinum með mislöngu millibili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrátt fyrir að nú séu fjögur ár liðin frá því að niðurstaða nefndarinnar var birt, hefur þeirri spurningu enn ekki verið svarað hvort æskilegt sé að byggja flugvöll á þessu svæði, í miðju óröskuðu hrauni sem jafnframt liggur ofan á og nærri vatnsverndarsvæði okkar Reyknesinga,“ segir í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá því á þriðjudagskvöld.

Þá segir: „Bæjarstjórn vill beina til Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja að hún taki afstöðu til þess hvort og hvaða afleiðingar slíkur flugvöllur myndi hafa fyrir svæðið.

Jafnframt vill bæjarstjórn skora á stjórnvöld að sjá til þess að fulltrúar Suðurnesja hafi aðkomu að þeim starfshópum og nefndum sem fjalla um flugmál þar sem flugsamgöngur ráða miklu um stöðu þessa svæðis og afkomu þeirra sem þar búa.

Það hefði eflt og einfaldað alla umræðu, hefði verið horft til þessara hagsmuna í vinnu nefndar um flugvallarkosti á sínum tíma.“

Undir bókunina rita allir bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Beinnar leiðar, Miðflokks, Frjáls afls og Sjálfstæðisflokks.