Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvað verður um Vatnsnes?
Fimmtudagur 23. janúar 2014 kl. 11:40

Hvað verður um Vatnsnes?

Umræða um hlutverk hússins á Vatnsnesi, sem áður hýsti Byggðasafn Reykjanesbæljar, var tekin á síðasta fundi menningarráðs Reykjanesbæjar.

Árið 1969 eignaðist Keflavíkurkaupstaður húseignina Vatnsnes með gjafaafsali og fylgdi sú kvöð að eignin yrði notuð fyrir Byggðasafn Keflavíkur. Liðin eru 45 ár síðan og margt hefur breyst og nú er svo komið að húsnæðið stendur ekki lengur undir þeim kröfum sem nútíma safnahúsnæði er ætlað.

Aðstæður safnamála í bæjarfélaginu hafa breyst mikið m.a. með endurnýjun á Duushúsum og kaupum á safnamiðstöðinni við Seylubraut og byggingu Víkingaheima.

Húsnæðismál byggðasafnsins eru tryggð til frambúðar og á þessum tímamótum telur menningarráð bæjarins rétt að gefa kost á því að Vatnsnes fái nýtt hlutverk hvort sem það felur í sér að fela húsið öðrum til varðveislu t.d. með sölu þess eða því sé fundið nýtt hlutverk á vegum Reykjanesbæjar.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024