Hvað verður um poppminjasafnið?
				
				Kjartan Már Kjartansson (B) bara upp fyrirspurn varðandi framtíð poppminjasafnsins á Glóðinni á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar s.l. þriðjudag.  Safnið sem er 2 ára, var sett upp sem heildstæð sýning að sögn Kjartans, en nú er búið að fjarlægja stóran hluta sýningargripa af efri hæð Glóðarinnar. „Margir hlutir, sem fjarlægðir hafa verið, eru í einkaeign og hafa tilfinningalegt gildi fyrir eigendur sína. Mig langar því að beina því til Ellerts að kanna hver framtíð safnsins á að verða“, sagði Kjartan Már.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				