Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvað kosta slysin á Reykjanesbraut?
Miðvikudagur 16. apríl 2008 kl. 09:16

Hvað kosta slysin á Reykjanesbraut?

Guðný Hrund Karlsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem hún spyr dómsmálaráðherra hvað það myndi kosta að hafa lögreglubifreið við eftirlit á Reykjanesbraut allan sólarhringinn alla daga vikunnar.

Um leið beinir hún fyrirspurn til heilbrigðisráðherra og spyr um áætlaðan kostnað heilbrigðiskerfisins vegna þeirra slysa sem orðið hafa á Reykjanesbraut síðastliðna þrjá mánuði. Eins og kunnugt er hefur tvöföldun á Reykjanesbraut tafist vegna þess að verktaki sagði sig frá verkinu og hefur vinna við brautina legið niðri að mestu í fjóra mánuði. Fjölmörg slys hafa orðið á veginum undanfarnar vikur, síðast í síðustu viku þar sem sex slösuðust í árekstri tveggja bíla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

www.visir.is

Mynd: Frá alvarlegu slysi við Vogaafleggjara í síðustu viku. VF-mynd:Hilmar Bragi.