Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvað er lögreglan að skipta sér af?
Miðvikudagur 19. september 2012 kl. 08:00

Hvað er lögreglan að skipta sér af?

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á sunnudag akstur rúmlega tvítugs karlmanns, sem reyndist ekki hafa ökuréttindin í lagi. Spurður um ökuskírteini kvaðst hann ekki eiga svoleiðis skilríki, enda ekki nema von þar sem hann væri í miðjum klíðum að taka ökupróf.

Hann tjáði lögreglu að hann væri búinn með verklega þáttinn í prófinu, en ætti eftir þann bóklega og væri meir að segja með prófbókina með sér í bílnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann kvaðst vera stórundrandi á að lögreglan skyldi vera að skipta sér af honum þegar málum væri svona háttað.

Honum var tjáð að hann yrði að ljúka öllum prófferlinum áður en hann gæti farið að keyra og svo var hann sektaður á staðnum.