Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvað er að frétta af FFGÍR?
Mánudagur 14. nóvember 2005 kl. 15:42

Hvað er að frétta af FFGÍR?

FFGÍR ( Foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ) hélt sinn árlega starfsdag sl. laugardag þar sem saman komu fulltrúar í
foreldrafélögum og foreldraráðum allra grunnskólanna í Reykjanesbæ.
Markmið dagsins var að stilla saman strengi fyrir veturinn, kynnast
samstarfsfólki og skiptast á reynslusögum og upplýsingum.

Meðal þeirra sem fluttu tölu voru nýkjörinn formaður FFGÍR Dagný
Gísladóttir sem sagði frá starfinu framundan, Ásdís Ýr Jakobsdóttir sem
sagði frá starfi sínu með foreldraráði, Agnes Lára Magnúsdóttir miðlaði af reynslu sinni sem bekkjarfulltrúi og Ingibjörg Ólafsdóttir verkefnisstjóri fjallaði um samstarf heimilis og skóla.

Að loknum erindum og súpu í hádeginu tóku allir þáttt í verkefnavinnu.

Myndatexti:
Frá starfsdegi FFGÍR sem haldinn var í FS um helgina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024