Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvað á skólinn að heita?
Miðvikudagur 18. febrúar 2004 kl. 16:00

Hvað á skólinn að heita?

Undirbúningur stendur nú yfir að byggingu nýs grunnskóla í Innri - Njarðvík. Deiliskipulag hverfisins sem ber vinnuheitið Tjarnarhverfi liggur nú fyrir og hefur skólanum verið fundinn staður á svæði ofan við leikskólann Holt sem afmarkast af Stapagötu og Seylubraut annars vegar og Njarðvíkurbraut og Akurbraut hins vegar. En hvað á skólinn að heita? Nokkur umræða hefur orðið um þetta í bæjarfélaginu og sýnist sitt hverjum.
Nokkrar hugmyndir og tillögur hafa komið fram sem tengjast annaðhvort sögunni eða örnefnum:

Thorkilliskóli eða Jónsskóli (Þorkelssonar)   til að minnast þess mæta manns Jóns Þorkelssonar.
Tjarnaskóli í samræmi við nafn fyrirhugaðs hverfis og með skírskotun í Tjarnirnar.
Seyluskóli og Kópuskóli með skírskotun í útræði og atvinnuhætti fyrri tíma.
Akurskóli kallaðist fyrsta skólabygging sem reist var í Innri-Njarðvík (við núverandi Akurbraut), en hann var  byggður 1891 og starfaði fram yfir aldamótin 1900.  

Þá er fyrirhugað að leggja sérstaka áherslu á bóka- og upplýsingastofu í skólanum og er óskað eftir tillögum að nafni á hana: Thorkillistofa,  Akurstofa eða Jónsstofa .

Hvað finnst þér bæjarbúi góður? Ertu e.t.v. með aðra góða tillögu að nafni? Vinsamlega komdu áliti þínu á framfæri við fræðsluráð Reykjanesbæjar annað hvort með því að senda póst á netfangið [email protected] eða með því að senda tillögu þína til Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbæ.

Hægt er að taka þátt í skoðanakönnun um nafn á skólanum á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024