Hvað á barnið að heita?
Skipuð hefur verið nefnd sem hefur það hlutverk að fá tillögur að nöfnum fyrir hið nýja sameinaða sveitarfélag Garðs og Sandgerðis og undirbúa atkvæðagreiðslu meðal íbúa um þær tillögur sem koma til álita að mati nefndarinnar og að fenginni umsögn Örnefnanefndar. Auglýst verður eftir hugmyndum að nöfnum á næstu dögum og er gert ráð fyrir að rafræn atkvæðagreiðsla geti farið fram í mars.
Í nafnanefndinni sitja eftirfarandi fulltrúar: Ari Gylfason, Ásgeir Hjálmarsson, Særún Rósa Ástþórsdóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, Sunneva Ósk Þóroddsdóttir og Þórunn B. Tryggvadóttir.