Húsnæði Sparisjóðsins lýst bleikum bjarma
Fregnir þess efnis að knattspyrnuhetjan Simon Davies hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur hafi fest kaup á íslenskum fiskibáti hafa vakið óskipta athygli hér á Fróni.
Skipið, sem hefur hlotið nafnið Industrious, er í eigu téðs Símons auk bræðra hans og föður þeirra drengja og er útbúið fyrir humar- og krabbaveiða og verður gert út frá Milford Haven í Wales.
Knattspyrnuáhugamenn hafa séð fjara undan ferli hins fyrrum efnilega Símons en hann hefur átt við þrátlát hnémeiðsli að stríða undanfarin ár. Nú virðist sem Martin Jol, stjóri Tottenham, hafi loks gefist upp á kappanum og framtíð hans virðist ráðin.
Nú er erfitt líf atvinnumannsins að baki og verður hann að skipta út takkaskónum fyrir gúmmíbomsur og Tottenhamtreyjunni fyrir lopapeysu og sækja sjóinn að forfeðranna sið.
Mynd: Símon á sjó