Húsleit í Reykjanesbæ í tengslum við stórt fíkniefnamál
Húsleit var framkvæmd í Reykjanesbæ og fjórir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfar þess að hald var lagt á amfetamín, kókaín og tvö kíló af marijúana, auk fjármuna sem námu um 6 milljónum króna. Mennirnir, sem eru erlendir ríkisborgarar og á þrítugs- og fertugsaldri, voru handteknir í Reykjavík og Grímsnesi.
Lögregla tók einnig í sína vörslu ýmis önnur verðmæti og hluti sem taldir eru tengjast ætlaðri brotastarfsemi.
Við áðurnefndar aðgerðir naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar lögregluliðanna á Selfossi og Suðurnesjum auk lögreglumanna frá embætti ríkislögreglustjóra.