Husky-hundur drap fé í Sandgerði
Hundur olli usla í fé í Sandgerði í morgun, drap þrjár ær og særði þá fjórðu. Bóndinn Jón Sigurðsson í..
Hundur olli usla í fé í Sandgerði í morgun, drap þrjár ær og særði þá fjórðu. Bóndinn Jón Sigurðsson í Sandgerði var vakinn upp við vondan draum í morgun en hundurinn, sem er af Husky tegund, hafði þá komist inn á tún og djöflast í fénu þar til að þrjár ær lágu í valnum. Merkja mátti bitför á ánum og voru þær illa leiknar.
Dýraeftirlitið var kvatt á vettvang til að fjarlægja hundinn sem áður hefur farið í fé hjá Jóni og valdið skaða. Jón kveðst vera orðinn langþreyttur á þessu ástandi. Hundurinn var færður eigenda sínum en Jón hefur farið fram á að hundinum verði lógað í kjölfar atburða morgunsins.