Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Húsið gjörónýtt eftir eldsvoða í nótt
Miðvikudagur 9. febrúar 2011 kl. 10:48

Húsið gjörónýtt eftir eldsvoða í nótt

Lögreglan og slökkvilið Brunavarna Suðurnesja vinna nú hörðum höndum að tiltekt og rannsókn brunans í nótt. Tilkynnt var um eldinn á tólfta tímanum í gærkvöld en í húsinu eru m.a. rafmagnsverkstæði og bílaþvottastöð. Slökkvistarf lauk klukkan fimm í morgun en þegar slökkvilið mætti aftur á staðinn fundust nokkrir smáeldar í rústunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Húsið er gjörónýtt og stendur til að sögn lögreglu að rífa húsið sem fyrst en ekki fyrr en búið er að rannsaka brunann. Búist er við öðrum stormi, þó minni en slökkvilið og lögregla velta því fyrir sér hvernig eigi að fyrirbyggja fok frá rústunum.

VF-Myndir/siggijóns