Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Húsfyllir á tónleikum Kristínar Sædal
Föstudagur 29. október 2004 kl. 11:36

Húsfyllir á tónleikum Kristínar Sædal

Fullt hús var á tónleikum Kristínar Sædal sópransöngkonu sem haldnir voru í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum í gærkvöldi.

Dagskráin var helguð minningu Guðrúnar Á. Símonar en Kristín var fyrsti nemandi hennar þegar hún kenndi söng við Tónlistarskólann í Keflavík.
Boðið var upp á alþjóðlega sveiflu og klassísk íslensk sönglög og má þar nefna You´ll never walk alone, Over the rainbow, Lítill fugl og Maistjarnan.

Ásamt Kristínu komu fram Lára S. Rafnsdóttir og Þórir Baldursson píanó og Jón Rafnsson á bassa.

Tónlistarfélag Reykjanesbæjar stóð fyrir tónleikunum. Næstu tónleikar á vegum félagsins verða hádegistónleikar í samvinnu við Íslensku óperuna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024