Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Húsfyllir á söngvaskáldum
Miðvikudagur 15. febrúar 2017 kl. 15:38

Húsfyllir á söngvaskáldum

Húsfyllir var á tónleikum tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum í Hljómahöll á dögunum þar sem flutt var tónlist Ingibjargar Þorbergs. Ingibjörg var heiðursgestur tónleikanna en hún fagnar 90 ára afmæli á árinu.
 
Næstu tónleikar söngvaskálda munu fjalla um söngvarann og textaskáldið Þorstein Eggertsson þar sem fluttir verða þekktir slagarar eins og Gvendur á Eyrinni, Slappaðu af, Mamma grét og söngur um lífið en lífsgleðin er einmitt einkennandi í textum Þorsteins sem stundum voru framleiddir á færibandi. 
 
Flytjendur eru Dagný Gísladóttir, Arnór B. Vilbergsson og Elmar Þór Hauksson.
 
Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 2. mars og er miðasala í Hljómahöll og á hljomaholl.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024