Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Húsfyllir á söngvaskáldum
Föstudagur 12. febrúar 2016 kl. 07:00

Húsfyllir á söngvaskáldum

-Sigvaldi Kaldalóns næstur í röðinni

Húsfyllir var á fyrstu tónleikum tónleikaraðarinnar Söngvaskáld á Suðurnesjum í Hljómahöll en þeir voru helgaðir hinum ástsæla Vilhjálmi Vilhjálmssyni frá Merkinesi í Höfnum.

Flytjendur eru Elmar Þór Hauksson, Arnór B. Vilbergsson og Dagný Gísladóttir en markmið tónleikaraðarinnar er að kynna ríkan tónlistararf Suðurnesjamanna.

Næstu tónleikar verða haldnir fimmtudaginn 3. mars og þá fjallað um Sigvalda Kaldalóns sem starfaði sem læknir í Grindavík til fjölda ára en helst er hann þekktur fyrir fjölda sönglaga, þar á meðal lagið um Suðurnesjamenn.

Síðustu tónleikar söngvaskálda verða fimmtudaginn 7. apríl en þá verður Jóhann Helgason umfjöllunarefnið sem er m.a. fyrsti Íslendingurinn til þess að fá erlendan plötusamning.

Miðasala er á hljomaholl.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024