Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Húsfyllir á borgarafundi félagsmálaráðherra í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 5. maí 2010 kl. 10:26

Húsfyllir á borgarafundi félagsmálaráðherra í Reykjanesbæ

Húsfyllir var á Ránni á fyrsta fundi Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, sem stendur á næstu vikum fyrir tíu borgarafundum sem haldnir verða víðs vegar um landið. Árni Páll mun fjalla um skuldastöðu heimilanna, kynna helstu úrræði og svara fyrirspurnum.
  

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Ráðist hefur verið í margvíslegar aðgerðir til að mæta erfiðleikum einstaklinga og fjölskyldna sem eiga í fjárhagsvanda og voru þær kynntar á fundinum í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Auk þess að kynna fyrirliggjandi úrræði gerði ráðherra grein fyrir aðgerðum sem boðaðar hafa verið og felast meðal annars í bættri löggjöf um skuldaaðlögun, stofnun umboðsmanns skuldara, verulegum úrbótum á stöðu fólks með erlend bílalán og aðgerðum í húsnæðismálum.


Fjörugar umræður voru á fundinum í gærkvöldi og þó nokkuð um frammíköll frá fundarmönnum.

Ljósmyndir frá fundinum í gærkvöldi. VF-myndir: Hilmar Bragi