Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Húsfyllir á 1. maí hátíð stéttarfélaganna
Þriðjudagur 1. maí 2007 kl. 18:31

Húsfyllir á 1. maí hátíð stéttarfélaganna

Húsfyllir var í Stapa í dag þar sem stéttarfélögin héldu upp á alþjóðlegan baráttudag verkafólks. Skemmtileg dagskrá var í boði þar sem Kristján Gunnarsson, formaður VSFK og starfsgreinasambandsins, var aðalræðumaður, einnig komu fram félagar úr leikfélagi Keflavíkur, Jóhannes „Eftirherma“, Kvennakór Suðurnesja og fleiri.

 

Kaffiveitingar voru í boði félaganna eins og ávallt og var stemmningin í húsinu afar góð sem fyrr.

VF-mynd/Þorgils - Úr Stapa í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024