Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 7. júní 2000 kl. 12:20

Húsanes verður fyrir tjóni

Framkvæmdir við byggingu verslunarinnar 10-11 við Hafnargötu voru stöðvaðar fyrir skömmu vegna formgalla á grenndarkynningu. Ljóst er að Húsanes, sem er byggingaraðili hússins, mun bíða skaða af þessari verkstöðvun og ekki er vitað hvernig tjónið verður bætt. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur Húsanes rétt á að sækja um bætur til bæjarsjóðs, eins og aðrir sem verða fyrir skaða að völdum bæjarins. „Ég tel að við höfum keypt tryggingar fyrir þessu, en við erum nú í viðræðum við tryggingafélög vegna málsins. Málið er í vinnslu en við vitum ekki enn hvernig tjón Húsaness verður bætt“, sagði Ellert en fulltrúar Húsaness eiga fund með bæjarráði snemma á fimmtudagsmorgun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024