Húsanes stærst á íbúðamarkaði
Húsanes er stærst á íbúamarkaði í Reykjanesbæ en fyrirtækið gerir ráð fyrir framkvæmdum upp á 1,6 milljarða króna árið 2006. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Dótturfyrirtæki Húsaness er fasteignafélagið Þrek ehf. sem hefur byggt nemendaíbúðir við Krossmóa fyrir nemendur Íþróttaakademíu og afreksbrautar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Heildarframleiðsluvirði þess er áætlað kr. 300.000.000 á árinu.
Þetta kom fram í máli Halldórs Ragnarssonar stjórnarformanns fasteignafélagsins Þreks á nýliðnu framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar þann 9. mars sl. Í haust hefjast svo framkvæmdir við næstu nemendagarða sem áætlaðir eru til afhendingar árið 2007.
Þannig er að myndast á vegum einkaaðila vísir að nemendagörðum í Reykjanesbæ sem eru ávöxtur uppbyggingar íþróttaakademíunnar og stækkunar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Aðrar framkvæmdir Húsaness sem fyrirhugaðar eru á árinu eru 8 lúxusíbúðir að Hafnargötu 23 og Hafnargata 23 og 400m2 atvinnuhúsnæði sem verður leigt út. Áætluð verklok þessara framkvæmda eru áætluð 1.september nk.
Af vef Reykjanesbæjar
Dótturfyrirtæki Húsaness er fasteignafélagið Þrek ehf. sem hefur byggt nemendaíbúðir við Krossmóa fyrir nemendur Íþróttaakademíu og afreksbrautar við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Heildarframleiðsluvirði þess er áætlað kr. 300.000.000 á árinu.
Þetta kom fram í máli Halldórs Ragnarssonar stjórnarformanns fasteignafélagsins Þreks á nýliðnu framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar þann 9. mars sl. Í haust hefjast svo framkvæmdir við næstu nemendagarða sem áætlaðir eru til afhendingar árið 2007.
Þannig er að myndast á vegum einkaaðila vísir að nemendagörðum í Reykjanesbæ sem eru ávöxtur uppbyggingar íþróttaakademíunnar og stækkunar Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Aðrar framkvæmdir Húsaness sem fyrirhugaðar eru á árinu eru 8 lúxusíbúðir að Hafnargötu 23 og Hafnargata 23 og 400m2 atvinnuhúsnæði sem verður leigt út. Áætluð verklok þessara framkvæmda eru áætluð 1.september nk.
Af vef Reykjanesbæjar