Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 18. apríl 2000 kl. 17:09

Húsaleiga hækkar

Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur ákveðið að vextir á íbúðum sem koma til innlausnar, verði framvegis 3,9% en voru áður 2,4%. Hækkun þessi þýðir að leiga á íbúð að verðmæti 6.5 millj. kr., sem var 28.545 kr. á mánuði verði nú 33.962 kr. á mánuði. Hækkunin nemur því rúmum 5 þús. kr. á mánuði. Félagsmálaráðuneytið hefur hvatt sveitarfélög til að auka framboð á leiguíbúðum og vill nú lýsa yfir vonbrigðum sínum með þessa hækkun á vöxtum. Þetta kom fram á fundi Fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024