Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 25. maí 2001 kl. 09:50

Húsagerðin lægst

Ákveðið hefur verið að stækka Gerðaskóla í Garðinum. Tilboð í viðbygginguna voru opnuð í vikunni sem leið. Lægsta tilboðið barst frá Húsagerðinni uppá 65,5 milljónir, sem er 87,7 % af kostnaðaráætlun en hún var 74,7 milljónir.
Tvö önnur tilboð bárust þ.e. frá Hjalta Guðmundssyni uppá 66,4 milljónir og frá Byggingaráðgjafanum uppá 79,5 milljónir. Hreppsnefnd hefur samþykkt að taka tilboði Húsagerðarinnar. Framkvæmdir hefjast nú um mánaðamótin.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024