HÚS MYRKRAHÖFÐINGJANS STANDA ENN
Kvikmyndaleikmyndir sem reistar voru bæði í Hvassahrauni og á Reykjanesi vegna töku myndarinnar Myrkrahöfðinginn eftir Hrafn Gunnlaugsson standa enn. Veitt voru leyfi fyrir uppsetningu leikmyndanna með því skilyrði að þær yrðu fjarlægðar þegar tökum myndarinnar væri lokið. Nú er komið nokkuð síðan tökum lauk og leikmyndirnar standa enn. Frá ákveðnum sjónarhornum eru þær skemmtilegar á að horfa og vinsælar hjá áhuga- og atvinnuljósmyndurum. Önnur sjónarhorn sýna hins vegar bara trégrindur sem eiga ekki heima í fögru umhverfi Reykjaness.