Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hús atað eggjum og matarlit
Þriðjudagur 27. nóvember 2012 kl. 19:34

Hús atað eggjum og matarlit

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um að búið væri að ata einbýlishús í Keflavík út í eggjum og málningu. Þegar lögregla mætti á staðinn kom í ljós að ekki var um málningu að ræða, heldur matarlit. Hitt var rétt, að húsið var útatað eftir eggjakast og slettur af matarlit á því.

Aðeins ein hlið þess hafði sloppið við skemmdarverkin. Talið er að sá eða þeir sem þarna voru að verki hafi látið til skarar skríða einhvern tíma eftir klukkan tvö í fyrrinótt. Málið er í rannsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024