Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Hunter sást vestan flugstöðvarinnar
  • Hunter sást vestan flugstöðvarinnar
Mánudagur 16. júní 2014 kl. 11:08

Hunter sást vestan flugstöðvarinnar

Hunter, Border Collie hundurinn sem leitað er að á Miðnesheiði, sást í gærkvöldi vestan við flugstöð Leifs Eiríkssonar á hlaupum í norðurátt. Hann virðist því halda sig á svæði í nágrenni við Keflavíkurflugvöll.

Boðnar eru 200.000 krónur til þess sem nær að fanga Hunter á lífi. Þá eru jafnframt í boði tveir flugmiðar með Icelandair í fundarlaun fyrir dýrið sem slapp úr búri þegar verið var að ferja það á milli flugvéla á Keflavíkurflugvelli á föstudagsmorgun.

Það liggur fyrir að Hunter verður ekki aflífaður þegar hann finnst, heldur verður tekið úr honum sýni og hann mun halda áfram ferð sinni með eiganda sínum til Svíþjóðar, þangað sem ferðalaginu var heitið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024