Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hunter fundinn!
Miðvikudagur 18. júní 2014 kl. 21:29

Hunter fundinn!

- fannst í hólma við Þórshöfn í Ósabotnum.

Hundurinn Hunter, sem leitað hefur verið að undanfarna daga eftir að hann slapp úr flutningsbúri á Keflavíkurflugvelli, fannst rétt í þessu. Hunter var kominn út í hólma við Þórshöfn í Ósabotnum, rétt við þar sem gömlu ratsjárskermarnir voru á tímum Varnarliðsins. Eigandi Hunters óð sjálfur út í hólmann til að sækja hundinn og að sögn heimildarmanna náði sjórinn eigandanum upp í mitti. Hann nýtur nú stoðar björgunarveitarmanna við að koma Hunter í land.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024