Hunter bjargað - sjáið myndirnar
Hundurinn Hunter er fundinn. Hann var sóttur í hólma við Þórshöfn í Ósabotnum. Það var eigandi hundsins sem fann hann nú á tíunda tímanum en eigandinn naut aðstoðar Björgunarsveitarinnar Ægis við að ná í hundinn en vaða þurfti sjó upp í mitti til að komast í hólmann.
Meðfylgjandi myndir tók Oddur Jónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ægis, fyrir Víkurfréttir núna rétt áðan af því augnabliki þegar Hunter var náð.