Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Húni KE kominn til hafnar: verður hífður á land í dag
Miðvikudagur 7. janúar 2004 kl. 10:04

Húni KE kominn til hafnar: verður hífður á land í dag

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kom með Húna KE til Sandgerðis í morgun og stóð stefni bátsins rétt upp úr sjónum. Á myndinni má sjá hve lítið pláss Sævar Brynjólfsson hafði þegar hann beið í um eina og hálfa klukkustund á stefni bátsins. Að sögn Sigurðar Stefánssonar hjá björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði gekk dráttur bátsins ágætlega miðað við aðstæður. „Við gátum farið á rúmum tveggja mílna hraða alla leiðina þannig að ferðin gekk hægt,“ sagði Sigurður í samtali við Víkurfréttir í morgun.
Nú er unnið að því að hífa bátinn úr sjónum og er búist við því að báturinn verði kominn á þurrt um hádegisbil.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Stefnið stendur rétt upp úr sjónum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024