Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Hundur strauk úr flugi á Keflavíkurflugvelli
    Frá leitinni á Miðnesheiði rétt fyrir hádegi. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Hundur strauk úr flugi á Keflavíkurflugvelli
    Hundafangarinn á ferð um Miðnesheiði í morgun.
Föstudagur 13. júní 2014 kl. 14:03

Hundur strauk úr flugi á Keflavíkurflugvelli

– víðtæk leit á Miðnesheiði

Lögreglan á Suðurnesjum ásamt hundafangara og björgunarsveitarfólki af Suðurnesjum leitar nú að hundi sem slapp úr búri á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hundurinn hljóp út af flugvallarsvæðinu og á Miðnesheiðina.

Hundurinn var í búri sem féll á hliðina og opnaðist. Þar með tók hundurinn, sem er svartur Border Collie með hvítum flekkjum, til fótanna og var frelsinu feginn.

Sést hefur til dýrsins en erfitt er að nálgast það.

Óskað var eftir aðstoð frá björgunarsveitum í morgun við að grennslast fyrir um dýrið sem er óæskilegt í íslenskri náttúru, enda erlendur hundur sem þarf að fara í gegnum sóttkví áður en það getur dvalið frjálst hér á landi.


Hvar er hundurinn? Leit stendur yfir á Miðnesheiði. VF-myndir: Hilmar Bragi
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024