Hundur réðst á mann
Hundur sem slapp úr húsi eiganda síns í vikunni, án þess að þess yrði vart, réðst að manni sem varð á vegi hans. Hann stökk í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér sem ekki tókst.
Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru sem var þar nærri. Við það datt hann og meiddi sig lítillega, að því er virtist.
Lögregla ræddi við eiganda hundsins sem var miður sín vegna tilviksins. Jafnframt verður heilbrigðiseftirliti tilkynnt um atburðinn.