Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sunnudagur 25. janúar 2004 kl. 12:13

Hundur olli umferðaróhappi á Reykjanesbraut

Lögreglan í Keflavík  hefur til rannsóknar umferðaróhapp sem varð á Reykjanesbraut skammt frá Kúagerði skömmu fyrir fjögur í gær. Þar varð ökumaður fyrir því að missa stjórn á bifreið sinni er stór svartur hundur hljóp í veg fyrir bifreiðina. Klukkan fimmtán mínútum fyrir fjögur í gær var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um útafakstur á Reykjanesbraut rétt við Kúagerði. Í ljós kom að ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreið sinni er stór svartur hundur hljóp í veg fyrir bifreið hans. Talið er að hundurinn sé blandaður Irishsetter/labrador. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Lögreglan þarf að ná tali af hundaeigandanum. Nokkru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór útaf sá ökumaðurinn til manns og konu þar sem þau voru með annan hund. Hundurinn sem hafði hlaupið í veg fyrir bifreiðina hafði hlaupið í áttina til þeirra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024