Hundur lenti í refagildru
Á laugardag tilkynnti maður að hundur sinn hefði lent í dýragildru þegar hann var á göngu með hundinn í Sandvík fyrir rúmri viku síðan. Hundurinn lenti með fótinn í gildrunni og skrámaðist en meiddist ekki alvarlega. Kom maðurinn með dýragildruna á lögreglustöðina í Keflavík, en gildrur sem þessar eru ólöglegar og sennilega hefur hún verið ætluð til refaveiða.