Hundur í óskilum
Þessi myndarlegi hundur kom á lögreglustöðina við Hringbraut í Keflavík í morgun en hann hafði eitthvað verið að eltast við bifreiðar í Keflavíkinni. Vonandi kemur eigandinn að sækja hann sem fyrst en annars þarf þessi hressi hundur að fara á hundahótel með tilheyrandi kostnaði fyrir eigandann, segir á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum.