Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hundur hljóp á bifreið
Mánudagur 21. nóvember 2011 kl. 17:58

Hundur hljóp á bifreið

Stór dökkur hundur hljóp á bifreið sem ekið var eftir Hringbraut í Keflavík síðdegis sl. fimmtudag. Hundurinn skall á frambretti bifreiðarinnar. Atvikið átti sér stað við gatnamót Hringbrautar og Mávabrautar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hundurinn hvarf út í náttmyrkrið jafn hratt og hann birtist. Ökumanni bifreiðarinnar var mjög brugðið, enda höggið mikið. Lögregla var kölluð til og leitaði hún að hundinum en fann ekki.

Ef einhver kannast við að hafa fengið heim til sín lemstraðan hund sl. fimmtudagskvöld, mætti viðkomandi hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.